Komdu og skoðaðu himingeiminn

Neptúnus er svipaður að stærð og Úranus. Þeir eru stundum kallaðir tvíburarisar. Margt er líkt með þeim. Um Neptúnus eru líka hringir og að minnsta kosti fjórtán tungl ganga í kringum hann. Hann er bláleitur og minnir enn meira á sundlaug en Úranus. Hann er gerður úr vökva og kjarna. Lofthjúpur umlykur hann. Það er kalt á Neptúnusi enda er hann langt frá sólu. Stríðir vindar blása. Sjáið hvað Neptúnus snýst hratt! Mann svimar næstum. 16 klst. 164 ár 14

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=