Komdu og skoðaðu himingeiminn

10 Einu sinni fannst hrapsteinn frá Mars á Jörðinni. Í honum voru form sem líktust lífverum. Ekkert meira hefur komið fram á myndum eða í sýnum sem tekin hafa verið á Mars sem bendir til að þar sé líf. Í kringum Mars fara tunglin Fóbos og Deimos sem þýðir ótti og ógn. Næst í röðinni er Jörðin en svo kemur Mars. Mars er ryðrauður enda er jarðvegurinn járnkenndur og ryðgaður. Oft er hvasst á Mars og þyrlast þá upp rauður sandurinn. Þar er einnig frekar kalt. Við pólana eru jöklar líkt og á Jörðinni. Á Mars er grýtt og mikil gljúfur. Einhvern tíma hefur verið fljótandi vatn á Mars. Þar eru einnig eldfjöll en þau eru í dvala. Eitt fjallanna er mjög stórt. Það er þrisvar sinnum hærra en fjallið Everest og hylur svæði sem er tvisvar sinnum ­ stærra en Ísland. 25 klst. 687 dagar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=