6 Skjaldbreiður Skjaldbreiður er norðaustan við Þingvelli. Fjallið er kringlótt og hækkar jafnt og þétt upp í topp. Þannig fjöll heita dyngjur. Dyngjur myndast þegar þunnt hraun rennur til allra átta frá einum gíg. Skjaldbreiður er að verða tíu þúsund ára. Líklega heitir fjallið Skjaldbreiður vegna þess að það er eins og risastór skjöldur sem liggur á jörðinni. Þegar Alþingi var haldið á Þingvöllum lá reiðleið margra meðfram Skjaldbreiði en ólíklegt er að fólk hafi búið þar. Þó er sagt frá því í Íslendingasögum að við Skjaldbreið hafi búið menn sem voru hálfgerð tröll.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=