22 Hvers virði eru fjöllin? Hvernig væri landið án fjalla? Hverju breyta fjöllin? Fjöll gefa skjól og það blæs meðfram fjöllum. Það rignir þegar rakur vindur rekst á fjöll en hinum megin fjallanna er þurrt og sólin skín. Veðrið er ólíkt neðst og efst í fjalli, norðan í fjalli og sunnan í fjalli. Það vaxa ólíkar plöntur og dýr á ólíkum stöðum fjallsins. Oft vaxa ber í fjallshlíðum á haustin og á veturna er hægt að vera þar á skíðum. Á fjöllum er alltaf eitthvað nýtt að sjá. Það er skemmtilegra en sjá alltaf það sama. Margir fá kraft í sig við fjöllin og í nálægð þeirra verða til listaverk, sögur, ljóð, málverk og tónverk.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=