Komdu og skoðaðu fjöllin

18 Snæfellsjökull Snæfellsjökull er virk eldkeila eins og Öræfajökull en hefur ekki gosið síðan land byggðist. Í Íslendingasögum segir frá Bárði. Hann kom frá Noregi og var að hálfu tröll. Bárður átti sex dætur. Helga var elst. Einu sinni var hún að leika sér í fjörunni. Hafís var fyrir landi og Helgu var hrint út á ísjaka. Ísinn rak frá landi og á honum fór Helga til Grænlands. Nokkrum árum síðar komst hún aftur heim. Bárður varð bæði reiður og hryggur þegar hann frétti af Helgu. Hann gaf eigur sínar og settist að í helli í Snæfellsjökli. Eftir það var hann kallaður Snæfellsás og menn hétu og trúðu á hann sem bjargvætti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=