16 Hornbjarg Hornbjarg er eiginlega hálft fjall því að sjórinn er smátt og smátt að rjúfa það. Öðrum megin eru grónar brekkur en sjávar megin þverhnípt bjarg. Í bjarginu búa milljónir sjófugla sem sækja fæðu sína í hafið. Hornbjarg er á Hornströndum. Einu sinni bjuggu margir á Hornströndum. Fólk bjó í víkum við sjóinn á milli hárra fjalla. Góð veiði var í sjó og vötnum, verðmæti rak á fjörur eins og hval og rekavið. Sigið var í fuglabjörg til að safna eggjum. Í Íslendingasögum er saga um fóstbræðurna Þormóð og Þorgeir í Hornbjargi. Þorgeir datt en greip í hvönn á síðustu stundu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=