Komdu og skoðaðu fjöllin

10 Öræfajökull Vatnajökull er stærsti jökull í Evrópu. Hann skiptist í bungur og skriðjökla, hver með sínu nafni. Öræfajökull er í suðurjaðri Vatnajökuls. Tindur hans, Hvannadalshnjúkur, er hæsta fjall á Íslandi 2119 metra yfir sjó. Einu sinni hét fjallið Knappafellsjökull og sveitin fyrir neðan Hérað. Árið 1362 gaus fjallið undir jöklinum. Jökullinn bráðnaði og öskuleðja lagðist yfir sveitina. Þá gat fólk ekki fylgst með eldfjöllum eins og nú er gert. Gosið kom fólki á óvart og það gat ekki forðað sér. Kannski dóu næstum allir sem í sveitinnni bjuggu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=