Komdu og skoðaðu fjöllin

8 Hekla Hekla er heimsfrægt eldfjall sem gýs oft. Oftast eru eldgosin lítil en stundum mjög stór og þá kaffærir hún landsvæði í ösku. Á Íslandi eru svartar og ljósar rendur í moldinni. Þetta eru öskulög, mörg þeirra frá Heklu. Í gamla daga héldu menn að niðri í jörðinni væri helvíti og þar byggi Kölski sjálfur. Þegar fréttir af Heklu bárust til útlanda trúðu sumir að Hekla væri dyrnar að helvíti. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, sá hvernig hægt er að nota öskulögin. Hvert öskulag hefur sín einkenni og hægt er að finna út hvað þau eru gömul. nútími 900 ára 2800 ára 4000 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=