Kennsluleiðbeiningar og verkefni með frjálslestrarbókum í dönsku

7 FRJÁLSLESTUR Samkvæmt flestum reiknivélum eru eftirfarandi lixtölur gefnar upp: 55 ˃ Mjög erfiður fagtexti á háskólastigi. 45-54 Erfiður fagtexti fyrir háskólastig. 35-44 Meðal erfiður dagblaða- og tímaritatexti. 25-34 Léttur bókmenntatexti fyrir fullorðna og vel þjálfaða lesendur. 24 ˂ Léttur texti fyrir alla lesendur, barnabókmenntir (á móðurmáli). Þar sem ekki er tekið mið af textum sem erlent mál í tölunum hér að ofan er þetta viðmið sett upp. Lix: 18-24 Textar fyrir nemendur í 10. bekk sem eiga auðvelt með lestur á dönsku. 13-17 Léttir textar fyrir nemendur í 10. bekk og þá sem eru getumeiri í 9. bekk. 10-12 Léttir textar fyrir 9. bekk og þá sem eru getumeiri í 8. bekk. 6-9 Mjög léttir textar fyrir nemendur í 8. bekk og þá sem eru getumeiri í 7. bekk. 5 ˂ Mjög léttir textar fyrir nemendur í 5.-7. bekk. Á netinu er að finna nokkur forrit til að reikna lix-tölu texta. Leitarorð: nielsgamborg lixberegner. Um verkefni með frjálslestrarbókunum Verkefnum með dönsku frjálslestrarbókunum frá Menntamálastofnun er skipt í þrjá hluta, før du læser, mens du læser og efter læsningen. Öll verkefnin eru á dönsku og gert ráð fyrir að nemendur svari á dönsku en það er þó að sjálfsögðu ákvörðun kennarans. Markmið með verkefnunum er að auðvelda nemendum lesturinn. Það hlýtur alltaf að vera í samráði við kennarann hvort að nemendur vinna öll verkefnin eða hluta þeirra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=