Kennsluleiðbeiningar og verkefni með frjálslestrarbókum í dönsku

6 FRJÁLSLESTUR Þegar nemendur fá bækur til frjálslestrar er mikilvægt að: • efnið höfði til nemandans. • nemandinn hafi nokkra bakgrunnsþekkingu um efnið. • nemandinn hafi möguleika á að setja sig inn í aðstæður. • orðaforði sé við hæfi, ekki of erfiður né of léttur. Nemandi sem nær góðum tökum á hraðlestri: • nýtir sér bakgrunnsþekkingu sína við að skilja innhald textans. • áttar sig á merkingu orða út frá samhengi. • greinir á milli aðalatriða og aukaatriða textans. • les án þess að fara í baklás þegar hann skilur ekki hvert orð og heldur ótrauður áfram lestrinum. Þyngdargreining texta (lix) Hægt er að nota þyngdargreiningu til að athuga hvert erfiðleikastig texta og bóka er. Listinn hér á eftir sýnir helstu skiptingu lixtalna. Listinn er þó eingöngu leiðbeinandi fyrir kennara og nemendur á vali bóka því það er ekki einungis lix-talan sem ræður erfiðleikastigi bókarinnar. Bakgrunnsþekking nemandans, orðaforði og uppsetning bókarinnar skiptir einnig máli. Eftirfarandi þættir geta skekkt lixútreikninginn. • Tölur og ártöl sem eru löng í framburði (t.d. eru 77 og 2021 löng orð). • Styttingar sem eru með punkta (t.d. f.eks., bl.a.). • Stuttur texti með margar skammstafanir. • Mjög löng orð telja ekki meira en orð sem eru 7 bókstafir. Orð eins og kommunaldirektør og direktør reiknast eins. • Ekki er tekið tillit til hvort texti er léttari vegna stuðnings af myndum. Dæmin hér að framan gefa til kynna að lixútreikningur getur aðeins verið til stuðnings fyrir kennara til að átta sig á þyngdarstigi textans.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=