Kennsluleiðbeiningar og verkefni með frjálslestrarbókum í dönsku

4 FRJÁLSLESTUR Um frjálslestur Lestur á erlendu máli til yndis og ánægju er kallaður frjálslestur eða hraðlestur, einnig eiga þessi hugtök við um lestur í hljóði í skólastofunni eða utan hennar. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla 2013 eiga nemendur að geta lesið: 1. stig | sér til gagns og gamans stuttar einfaldar bækur og fræðsluefni fyrir börn 2. stig | sér til gagns og gamans auðlesnar bækur og tímarit ætluð ungu fólki 3. stig | sér til gagns og ánægju og þroska smásögur og skáldsögur ætlað ungu fólk Aðalnámskrá leggur líka áherslu á að nemendur læri að beita mismunandi lestraraðferðum og beiti þeim eftir því hvernig texta um er að ræða og hvert markmiðið er með lestrinum. Lestraraðferðir Leitarlestur (e. scanning) Leitarlestri er fyrst og fremst beitt þegar nemandi þarf að leita í texta eftir ákveðnum upplýsingum. Lesandi fer hratt yfir texta í leit að t.d. lykilorðum, nöfnum, stöðum. Yfirlitslestur (skimun, e. skimming) Yfirlitslestri er beitt til að fá hugmynd um innihald. Dæmi um slíkt er lauslegur lestur þar sem lesandi áttar sig á aðalatriðum eins og t.d. hvar frásögnin gerist. Hraðlestur (e. extensive reading) Hraðlestur hentar fyrst og fremst þegar lesið er sér til fróðleiks og skemmtunar. Eins og t.d. þegar lesnar eru skáldsögur eða smásögur. Nákvæmnislestur (e. intensive reading) Nákvæmnislestri er beitt þegar nemandi þarf að skilja texta nákvæmlega. Eins og t.d. þegar texti er þýddur og upplýsingar skipta máli fyrir ákveðnar niðurstöður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=