Kennsluleiðbeiningar og verkefni með frjálslestrarbókum í dönsku

FRJÁLSLESTUR 8 Verkefnin eru fyrst og fremst til stuðnings nemenda við lesturinn og skiptast í: FØR DU LÆSER • Markmiðið með verkefnum fyrir lesturinn er að vinna með fyrri þekkingu, reynslu og orðaforða nemenda sem nýtist þeim við lesturinn. • Einnig er verkefnunum ætlað að vekja áhuga nemenda og væntingar til bókarinnar. • Verkefnin eru tvenns konar: o Verkefni er tengjast uppbyggingu bókarinnar o Verkefni þar sem nemandi þarf að rifja upp orðaforða tengdan bókinni. MENS DU LÆSER • Á meðan lesið er, er um að ræða tvenns konar verkefni. o Krossaspurningar sem ætlað er að leiða nemendur í gegnum textann og auðvelda þeim að halda þræði og að átta sig á innihaldinu. Gert er ráð fyrir að þeir svari spurningunum jafnóðum og þeir lesa. o Lesskilningsverkefni sem nemendur leysa til að sýna hvernig þeir skilja innihald textans. EFTER LÆSNINGEN • Eftir lesturinn eru verkefni sem ætlað er að hjálpa nemendum að festa orðaforða viðkomandi bókar í minni. Hér fá nemendur tækifæri til að vinna á frjálsari hátt með bókina og innihald hennar og um leið að vinna skapandi verkefni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=