Kjalnesinga Saga

7 konu Arndísi, dóttur Þórðar Skeggjasonar frá Skeggjastöðum. Brúðkaupin voru haldin samtímis að Hofi og var þar mikil veisla og fjölmennt. Eftir veisluna fór Þuríður í Brautarholt og tók þar stjórn innan húss. Brátt kom í ljós að hún var mikill skörungur. Þuríður og Andríður áttu margt fé og gekk það sjálfala í skóginum um nesið. Þetta haust vantaði þriggja vetra gamla kvígu, dökka á lit. Hún hét Mús. Kvígan fannst þremur vetrum seinna á nesi því er liggur vestan undan Brautarholti. Með henni voru þá tveir kálfar, annar ársgamall en hinn fæddur um sumarið. Þess vegna kölluðu þeir staðinn Músarnes. Fyrsta veturinn sem Andríður bjó í Brautarholti andaðist Helgi bjóla. Þótti mönnum það mikill skaði því að hann var vinsæll maður. Um vorið skiptu þeir bræður föðurarfi sínum. Þorgrímur fékk jörðina og búið af því að hann var eldri og þess vegna erfði hann líka embætti goðorðsmanns . Arngrímur fékk útjarðirnar. Hann reisti bæ við fjörðinn og kallaði hann Saurbæ. Hann fékk borgfirska konu er hét Ólöf. Þau eignuðust tvo syni er hétu Helgi og Vakur. Þeir urðu fræknir menn en ekki miklir á vöxt . Þorgrímur reisti um vorið bú að Hofi. Þar var ekkert til sparað enda maðurinn auðugur og átti stóran frændgarð og marga vini. Hann gerðist voldugur og lét mjög til sín taka í byggðarlaginu. Hann hafði mannaforráð allt til Nýjahrauns og var það kallað Brundælagoðorð . Hann var kallaður Þorgrímur goði. Hann að andast merkir að deyja goðorðsmaður var bæði veraldlegur og trúarlegur leiðtogi; hann stýrði trúarathöfnunum (blótunum) og var auk þess fulltrúi svæðisins á Alþingi, hafði svipaða stöðu og alþingis- menn hafa í dag ekki miklir á vöxt þýðir að þeir voru ekki hávaxnir Brundælagoðorð er svæði sem kennt er við Brynjudal; goðorð er yfirráðasvæði goðans

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=