Kjalnesinga Saga

6 2. Andríður og Esja koma til landsins Á seinni hluta valdatíðar Konofogors kom skip í Leiruvog. Þar voru á ferð írskir menn. Einn þeirra hét Andríður, ungur maður og ógiftur, stór og sterkur. Þar var líka kona sem hét Esja, ekkja sem var mjög auðug . Með þeim var einnig maður sem hét Kolli. Helgi tók við öllu þessu fólki og fékk því land. Kolli settist að í Kollafirði. Örlygur var orðinn gamall og þar sem hann átti ekki börn þá gaf hann Esju land sitt og tók hún við því. Hún settist að á Esjubergi. Allir þeir sem hér eru nefndir voru kristnir að nafninu til en þó lá það orð á að Esja væri fjölkunnug . Andríður fór um veturinn til Hofs og var þar til heimilis. Hann var í fóstbræðralagi við syni Helga. Andríður bað Helga að fá sér bústað og konu. Hann var auðugur maður. Þá var Kjalarnes allt skógi vaxið nema þar sem menn höfðu höggvið skóginn til að reisa bæi eða leggja vegi. Braut hafði verið lögð frá Hofi yfir holtin og þangað riðu þeir Helgi og Andríður um vorið. Og er þeir komu á holtið þá mælti Helgi: „Hér vil ég, Andríður,“ sagði hann, „gefa þér jörð og hér skalt þú reisa bæ. Mér sýnist að synir mínir vilji að þú búir ekki langt frá þeim.“ Eftir þetta reisti Andríður bæ í brautinni og kallaði Brautarholt því að skógurinn var svo þykkur að hann treysti sér ekki til að byggja bæ annars staðar. Andríður kom þar upp myndarlegu búi. Maður hét Þormóður. Hann bjó í Þormóðsdal. Með honum var systir hans er Þuríður hét. Hún var fríð sýnum og auðug að fé. Helgi bað hennar fyrir Andríð og fékk hann hana fyrir konu. Þetta sumar gerðist það líka að Þorgrímur Helgason fékk fyrir auðug merkir rík fjölkunnug merkir göldrótt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=