Kjalnesinga Saga

Kjalnesinga saga 40137 Kjalnesinga saga fjallar um landnám á Reykjavíkur- svæðinu. Þar segir annars vegar frá heiðnu norrænu fólki og hins vegar írsku fólki sem er kristið. Í upphafi rísa þar bæði hof og kirkja, átök verða um skeið en þau mál leysast í sögulok. Þá veldur ástin ungum mönnum hugarangri um tíma og keppt er um hylli fallegrar stúlku með nokkuð alvarlegum afleiðingum. Sagan hefur verið stytt lítið eitt og orðfæri á nokkrum stöðum fært nær nútímamáli. Þessi útgáfa er ætluð nemendum í efri bekkjum grunnskóla. Skýringar og verkefni fylgja hverjum kafla og kennsluleiðbeiningar er að finna á heimasíðu Menntamálastofnunar. Ragnar Ingi Aðalsteinsson annaðist þessa útgáfu. Hann kenndi lengi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og hefur auk þess langa reynslu bæði af kennslu í efri bekkjum grunnskólans og námsefnisgerð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=