Kjalnesinga Saga

72 Nokkur ritunarverkefni: 1. Andríður í Brautarholti var upphaflega í fóstbræðralagi við syni Helga bjólu, þá Þorgrím og Arngrím. Skrifið nú um samskipti þeirra, hvernig þau hófust og hvernig þeim lauk. 2. Mannlýsing. Skrifið um Búa Andríðsson. Hvers konar maður er hann? 3. Esja er heima, orðin gömul og slitin, Búi sigldur af landinu, enginn veit hvar hann er niður kominn, en Esja rifjar upp minningar sínar um fóstursoninn. Hvað er henni efst í huga? 4. Samskipti Búa og Haralds hárfagra. Rekið í stuttu máli það sem þeim fór á milli. 5. Í 16. kafla segir frá því að Kolfinnur kom í Kollafjörð og tók þaðan á brott Ólöfu hina vænu nauðuga. Hvað finnst Þorgerði, móður Kolfinns. Setjið nú upp samtal milli þeirra þriggja þegar Kolfinnur kemur heim með Ólöfu. Hvað fannst Ólöfu? Skrifið færslu sem hún deilir á samfélagsmiðlum (ef þeir hefðu verið til!) þar sem hún lýsir þessum atburði og hvernig henni leið og hvað henni fannst. 6. Í 9. kafla segir frá því að þeir börðust, Kolfinnur og Búi, og varð Kolfinnur sár og óvígur. Hugsið ykkur nú að Búi hefði drepið Kolfinn í þeim bardaga. Hvernig hefði sagan þá orðið? Skrifið upphafið á næsta kafla ef þetta hefði gerst. 7. Jökull Búason barðist við föður sinn og gekk af honum dauðum. Eftir það fór hann til skips og sigldi utan. Skrifið nú um það þegar hann segir skipsfélögum sínum frá atburðunum. Er hann sáttur við þessi málalok og ef ekki, hvað finnst honum þá verst? kjalnesinga saga

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=