Kjalnesinga Saga

70 gera. Enginn maður sinnti henni þá, en þar sem Búi var skírður maður en blótaði aldrei þá lét Helga húsfreyja grafa hann undir kirkjuveggnum hinum syðri. Ekkert var lagt fémætt í gröf með honum nema vopn hans. Frá Búa Andríðssyni er komin mikil ætt. Og ljúkum vér þar Kjalnesinga sögu. rifjið upp: 1. Jökull Búason kom til Íslands. Hvar kom hann að landi? 2. Jökull fór að hitta föður sinn. Hvernig tók Búi á móti honum? 3. Hvernig lauk samskiptum þeirra? 4. Hvað varð um Jökul? Til umræðu: • Hver kynni að vera ástæðan fyrir því að Búi neitar að gangast við syni sínum? • Hvað á Búi við þegar hann segir: „Móðir þín gat ekki látið þetta afskiptalaust.“ • Sagan endar á því að rætt er um kirkjuna á Esjubergi. Rifjið nú upp það sem áður var sagt um þessa kirkju. Skoðið hvernig höfundur sögunnar opnar hana og lokar henni aftur með umræðu um þessa kirkju. Ritun: Skrifið nú þennan síðasta kafla upp aftur og semjið ykkar eigin sögulok.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=