Kjalnesinga Saga

69 Þeir Búi gengu þá austur undir fjallið til laugar. Þar voru fagrir vellir. Síðan klæddust þeir til glímunnar og tókust á mjög sterklega og gekk svo lengi að hvorugur féll. Búi varð móður mjög. Jökull mælti: „Hættum nú þessari glímu og taktu við mér sem syni.“ „Nei,“ sagði Búi, „annar hvor okkar skal falla.“ Jökull mælti: „Það verður ekki betra.“ Eftir það tókust þeir á að nýju og urðu þar mjög harðar sviptingar. Lá þá við að Jökull myndi falla, en í því var sem kippt væri báðum fótunum í senn undan Búa og féll hann áfram og varð við það hár brestur og mikill. Búi mælti: „Þessu mun nú vera lokið. Móðir þín gat ekki látið þetta afskiptalaust.“ Þá hlupu til aðrir menn og sáu þau vegsummerki að bringubeinin voru í sundur í Búa og hafði verið steinn undir er hann féll. Búi mælti þá til Jökuls: „Ekki hefur för þín hingað orðið til mikillar gæfu því að þú hefðir verið gott mannsefni. En nú mun ég ekki lifa lengi úr þessu.“ Eftir það var Búi borinn heim á rauðum skildi og lifði í þrjár nætur og andaðist síðan. Jökli þótti verk sitt svo illt að hann reið þegar í brott og til skips er var tilbúið til siglingar frá Eyrarbakka. Fór hann með því utan um sumarið en síðan höfum vér enga sögu frá honum heyrt. Helga Þorgrímsdóttir bjó að Esjubergi með börnum þeirra Búa. Þá stóð enn kirkja sú að Esjubergi er Örlygur hafði látið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=