Kjalnesinga Saga

68 18. Jökull Búason – sögulok E n er hér var komið sögu kom skip að landi norður í Eyja- firði. Á því voru tveir menn frá Þrándheimi í Noregi. Á skipinu var sá maður er Jökull hét, ungur og stórglæsilegur. Strax þegar Jökull kom á land keypti hann sér hesta og föru- neyti og reið suður um land og segir ekki af ferðum hans fyrr en hann kom að kvöldi dags til Esjubergs. Lét hann fara lítið fyrir sér. Þeir voru þar um nóttina því að þar var öllum mönnum veittur matur. Um morguninn gekk Jökull til tals við Búa og mælti: „Svo er mál með vexti að ég á við þig erindi, Búi,“ sagði hann. Búi spurði hvað það væri. Jökull mælti: „Mér er sagt að þú sért faðir minn en Fríður Dofradóttir er móðir mín, dóttir Dofra konungs.“ Búi segir: „Ólíklegt þykir mér að þú sért sonur minn því að mér þætti von til að það mundi vera myndarlegur maður er undan okkur kæmi en mér sýnist þú heldur væskilslegur.“ Jökull mælti: „Ég hef enn ekki marga vetur að baki en móðir mín bað mig að segja þér það sem sönnun að hún kveðst hafa sagt þér að þú mundir gjalda þess ef þú tækir ekki vel á móti mér.“ Búi segir: „Ekki hirði ég um sögur þínar. Þykja mér þær ómerkilegar. Ég vil að við þreytum glímu því að þú ert ekki sonur okkar ef enginn kraftur er í þér.“ Jökull mælti: „Það er ekki sanngjarnt að ég, tólf vetra gamall, þurfi að glíma við þig þar sem þú deyddir blámann Haralds konungs í glímu. En þú munt vilja ráða þessu.“ deyddir merkir drapst

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=