Kjalnesinga Saga

5 • Patrekur biskup vísaði Örlygi frænda sínum veginn til Íslands og sagði honum nákvæm- lega hvaða leið hann átti að fara og hvern hann átti að hitta; spáði jafnvel fyrir um það hvernig honum yrði tekið. Allt fór svo eins og hann hafði sagt. Hvaðan skyldi hann hafa fengið þessa vitneskju? • Helgi bjóla nam land (sem þýðir að hann sló eign sinni á land sem enginn átti fyrir), segir í sögunni. Ræðið landnám Íslands. Hver fann landið, hverjir fluttust hingað og af hverju? Ritun: 1. Landnámsmaður siglir til Íslands. Lýsið skipinu, áhöfninni, varningnum sem er um borð, matnum og öðrum aðbúnaði eftir því sem hægt er. Hversu margir skyldu vera um borð og hvernig líður þeim? 2. Setjið ykkur í spor Örlygs. Hann hefur aðeins orð frænda síns fyrir því hvað muni taka við hjá honum þegar hann heldur út í óvissuna, en hefur hann um eitthvað að velja? Hvað skyldi hann hugsa á leiðinni? Skrifið í 1. persónu. Ættartré: Búið til ættartré fyrir aðalpersónurnar og skráið þar hvar hver og einn á heima. Það auðveldar ykkur að skilja söguna og muna hver er hvað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=