Kjalnesinga Saga

67 gerði nú allt til sæmdar Búa. Var þangað skotið öllum málum. Búi nýtti sér það svo vel sem hann gat. Varð hann hinn vinsælasti maður. Þau Búi og Helga eignuðust börn. Þau áttu son þann er Ingólfur hét og annar hét Þorsteinn. Dóttur áttu þau er Hallbera hét. Annað sumar eftir þetta veiktist Þorgrímur og andaðist. Hann var kvaddur samkvæmt þeim sið er þá var venja og drukkið eftir hann erfi . Um það leyti hætti Vakur siglingum. Tók hann við landi í Saurbæ en Helgi tók þá við Hofslandi af Búa. Tók Búi þá við völdum. Hans yfirráð náðu þá frá Nýjahrauni og inn til Botnsár. Búi bjó á Esjubergi í tólf vetur og átti mikið rausnarbú . Vakur fékk fyrir konu Þuríði, dóttur Búa og Ólafar. rifjið upp: 1. Búi og Þorgrímur goði sættust. Í hverju fólst sættin? 2. Hver fékk Ólöfu hina vænu fyrir konu? 3. Hvaða konu fékk Vakur? Til umræðu: • Ræðið um sætt þeirra Þorgríms goða og Búa. Hvað olli upphaflega deilunum á milli þeirra? Hvað finnst ykkur um fjárskiptin, þ.e. sektargreiðslur Búa og hvernig þær voru látnar mæta heimanmundinum? • Helgi Arngrímsson fær Ólöfu hina vænu fyrir konu. Hvað skyldi henni finnast um atburðarásina eins og sagt er frá henni hér? • Hvernig ætli Helgu líði að vera gefin bróðurbana sínum? • Ræðið fjölskyldutengsl þeirra bræðra, Helga og Vakurs. drukkið eftir hann erfi merkir að haldin var erfisdrykkja rausnarbú er gott bú og ríkulegt, höfðingjasetur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=