Kjalnesinga Saga
66 17. Búi og Þorgrímur sættast B úi reið þá til Esjubergs og var Esja, fóstra hans, enn á lífi. Hún varð honum alls hugar fegin. Búi fór brátt í Brautar- holt að finna móður sína. Var hún þá enn hraust kona. Dvaldist Búi þar um tíma. Þorgrímur bjó þá enn á Hofi og var þá mjög gamall. Hann átti eina dóttur er Helga hét. Hún var ung og efnileg. Arngrímur, bróðir hans, var þá andaður en þeir synir hans höfðu skipt með sér arfi. Hafði Helgi land í Saurbæ en Vakur gerðist kaupmaður og þótti vera hinn vaskasti . En er hér var komið völdust til þess vitrir menn og góðgjarnir að bera sáttamál á milli þeirra Búa og Þorgríms og hvort sem um það var rætt lengur eða skemur þá varð niðurstaðan sú að þeir, Búi og Þorgrímur, lögðu þessi mál undir dóm hinna bestu manna. Þeim málum var lokið á vorþingi. Höfðu þeir það upphaf að sættum sín á milli að Búi skyldi fá Helgu Þorgríms- dóttur fyrir konu en fégjöld þau sem dæmdust á Búa skyldu vera heimanfylgja Helgu. Sáu þeir það, sem var, að þau Búi og Helga áttu hvern pening eftir hans dag. Helgi Arngrímsson skyldi eign- ast Ólöfu Kolladóttur. Eftir það bundust þeir tryggðaböndum. Var nú efnt til mikillar veislu á Hofi því að þar skyldu bæði brúð- kaupin fara fram. Voru brúðkaupin haldin um sumarið. Litlu síðar andaðist Esja. Hún gaf allt fé sitt Búa og Þuríði dóttur hans. Búi tók þá við búi á Esjubergi og setti þar saman rausnarbú. Eftir brúðkaupið um sumarið fór Helga til Esjubergs með Búa. Kom fljótt í ljós að hún var hinn mesti skörungur. Við þessar mægðir tókst vinátta með Þorgrími og Búa. Þorgrímur vaskasti merkir röskasti, duglegasti sáttamál eru sáttatillögur, sættir, samningar um lyktir mála
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=