Kjalnesinga Saga

65 rifjið upp: 1. Ólöf hin væna fæddi barn. Hver var faðirinn? 2. Helgi og Vakur komu til Íslands. Hvaða fréttir sögðu þeir af Búa? 3. Hvernig brást Kolfinnur við þeim fréttum? 4. Búi kom til Íslands. Hvar kom hann að landi? 5. Kolfinnur réðist gegn Búa þegar hann reið frá skipinu. Hvernig lauk þeim bardaga? 6. Hvernig urðu endurfundir Búa og Ólafar hinnar vænu? Til umræðu: • Kolfinnur tók Ólöfu hina vænu nauðuga frá heimili sínu. Hvers vegna var hann ekki stöðvaður? Hvað er að segja um þessa framkomu? Berið þennan atburð saman við það sem sagt er frá í 9. kafla þegar Búi tók Ólöfu með sér til hellisins. • Búi segir að hann vilji ekki elska Ólöfu af því að Kolfinnur hafi spillt henni. Ræðið þetta. Hvað finnst ykkur um afstöðu hans? Hafið í huga hvernig hann varði jólunum í Noregi. • Berið nú saman barnsmæður Búa, þær Ólöfu hina vænu og Fríði Dofradóttur. Hvað er líkt með þeim, hvað er ólíkt? Búi mælti þá til Kolla: „Nú er svo, Kolli,“ sagði Búi, „að þér er kunnugt um samskipti okkar Ólafar. Hef ég launað Kolfinni fyrir það sem hann gerði. En nú skal Ólöf, dóttir þín, vera hjá þér þar til hún giftist því að ég vil ekki elska hana af því að Kolfinnur hefur spillt henni.“ Nú varð svo að vera sem Búi vildi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=