Kjalnesinga Saga

64 Kolfinnur mælti þá: „Mikið tröll ertu, Búi,“ sagði hann, „er þú verst svo lengi jafnmörgum mönnum.“ Búi mælti: „Þú hefur hlíft þér og er það skammarlegt af þér að þora ekki að ráðast að mér.“ Kolfinnur mælti: „Það mundi ég vilja að þú hefðir það að segja áður en bardaganum lýkur að ég hlífi mér ekki.“ Hljóp Kolfinnur þá að Búa með brugðið sverð og hjuggu þeir þá hvor til annars. Búi hlífði sér með skildinum. Kolfinnur hjó hart og títt og barðist mjög hraustlega. Skjöldur Búa tók nú að brotna undan höggum Kolfinns. En er Kolfinnur gaf eftir í bardaganum og hann tók að mæðast þá herti Búi sóknina og færði sig þá frá steininum. Eftir nokkur högg frá honum var skjöldur Kolfinns ónýtur. Eftir það hjó hann mikið högg sem tók Kolfinn sundur í miðju. Búi var þá nokkuð sár bæði á höndum og fótum þar sem skyrtan hafði ekki hlíft honum og hann var ákaflega vígamóður. Búi gekk þá þangað sem Grímur var, sonur Korpúlfs, og spurði hvort hann vildi hafa grið. Hann kveðst vilja það. „Þá skaltu sverja,“ segir Búi, „að vera mér trúr héðan í frá.“ Grímur sagðist mundu gera það. Förunautar Kolfinns tóku þá einnig grið af Búa. Bað hann þá að taka lík Kolfinns og sjá um það. Búi tók þá hest sinn og reið þar til hann kom ofan til Elliða- vatns. Ólöf var úti og heilsaði Búa. Hann bað hana að taka klæði sín og fara með sér. Hún gerði svo og reið með Búa til Kolla- fjarðar. Kolli var úti og fagnaði Búa og bauð honum þar að vera. Búi sagðist ætla að eiga stund við laugina og binda sár sín. Var nú svo gert. brugðið sverð merkir að sverðið hefur verið dregið úr slíðrum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=