Kjalnesinga Saga
63 Kolfinnur mælti þá: „Það er gott, Búi, að við höfum hér mæst. Nú mun hellir tröllsins Esju ekki hlífa þér eins og síðast.“ Búi segir: „Ekki þykir mér það slæmt. Í þau skipti sem við höfum hist hefur þú farið illa út úr samskiptum okkar. Ég býst við því að svo verði áfram. Það væri nú drengilegt að einn berjist við einn.“ Kolfinnur mælti: „Þess skulum við nú njóta að við erum fleiri.“ Búi mælti: „Þá skal vel við því taka.“ Þeir réðust að honum en hann varðist hetjulega. Kolfinnur eggjaði sína menn en hlífði sjálfum sér því að hann ætlaði sér að standa yfir Búa dauðum. En þeim gekk illa að fást við Búa því að þó að þeir kæmu á hann höggum eða stingju hann þá varð hann ekki sár þar sem skyrtan varði hann. En ef hann kom höggi á einhvern þá þurfti ekki um það að binda . Var svo komið að sex menn Kolfinns voru látnir en hinir allir sárir. Búi var sár á fæti. þurfti ekki um það að binda merkir að það tók því ekki að binda um sárin þar sem þau voru svo stór og hættuleg
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=