Kjalnesinga Saga

62 16. Heimkoma Búa Þ að sumar sem Búi fór utan gekk Ólöf hin væna með barni. Fæddi hún um haustið stúlku er hún kenndi Búa og var kölluð Þuríður. Esja bauðst til að fóstra stúlkuna og Ólöf og Kolli samþykktu það. En það sumar sem Búi var í Þrándheimi fóru til Íslands þeir Helgi og Vakur. Þeir sögðu þau tíðindi að Búi væri látinn og Haraldur konungur hefði sent hann í lífs- hættulega ferð sem enginn hefði komist lifandi frá. En er það spurðist fór Kolfinnur til Kollafjarðar og tók þaðan í brott Ólöfu hina vænu nauðuga og gegn vilja föður hennar. Kolfinnur fór þá með Ólöfu út til Vatns. Var hún þar það sumar og veturinn eftir. En um sumarið eftir kom skip að landi á Eyrarbakka í höfn þá er heitir Einarshöfn. Fréttist brátt að á því skipi var Búi Andríðs- son. Og þegar þetta fréttist hélt Kolfinnur njósnum um ferðir Búa og frétti af því þegar hann kom í Ölfus. Þá reið Kolfinnur að heiman upp til Öxnaskarðs við tólfta mann. Þar var með honum Grímur, frændi hans, og tíu menn aðrir. Þeir sátu fyrir Búa. Í því bili reið Búi ofan úr skarðinu. Hann sá mennina vopnaða og þóttist vita hverjir það væru. Búi hafði góð vopn. Hann var í skyrtu sinni sem Esja gaf honum. Búi reið að steini einum miklum er stóð undir skarðinu og fór þar af baki. Þeir hlupu þá þangað til. Búi hafði haft snarspjót lítið í hendi og kastaði hann því til þeirra. Það kom á skjöld Gríms neðanverðan. Þá brast úr skildinum og fór spjótið í fót Gríms fyrir ofan hné og þar í gegn. Var Grímur þegar óvígur. Búi sneri þá baki að steininum því að hann var það stór að þá var aðeins hægt að koma framan að honum. snarspjót er kastspjót með áföstu bandi til að slöngva því með

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=