Kjalnesinga Saga

61 rifjið upp: 1. Búi hitti aftur bóndann sem hann dvaldist hjá áður en hann heimsótti Fríði og Dofra. Hvað gerði bóndinn fyrir hann sem átti eftir að koma sér vel síðar? 2. Búi færði Haraldi konungi taflið. Hvernig tók konungur því? 3. Búi varð að þreyta mjög erfiða glímu. Við hvern glímdi hann og hvernig lauk glímunni? Til umræðu: • Hvað finnst ykkur um þá ákvörðun Haralds að leggja nýja þraut fyrir Búa þegar hann hefur leyst þetta með taflið? Er Haraldur konungur alveg heiðarlegur í samskiptunum? • Hvað á Búi við þegar hann segir: „Dýrt er drottins orð“? • Hvers konar fyrirbæri er blámaðurinn? Reynið að átta ykkur á lýsingunni á honum. Ritun: Ung kona situr í hringnum við orrustuvöllinn þar sem Búi berst við blámanninn. Skrifið nú frásögn hennar af atburðunum. Þetta gæti líka verið ungur piltur. Væri frásögnin þá á annan veg? af öllu afli og gengu í sundur bringubeinin í blámanninum og var hann þá dauður. Margir töluðu um að þetta væri mikið þrekvirki. Búi gekk þá fyrir Harald konung. Konungur mælti: „Mikill maður ertu fyrir þér, Búi, og munum við nú skilja og farðu til átthaga þinna í friði fyrir mér.“ Búi þakkaði konungi. Fór Búi þá til sjávar og tók sér fari til Íslands.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=