Kjalnesinga Saga
60 Konungur mælti: „Sjáðu hvar þeir halda honum á leið inn á völlinn.“ Búi mælti: „Ekki sýnist mér þetta vera maður. Hann er líkari trölli.“ Konungur mælti: „Við munum ekki láta þig berjast lengi ef þú ræður ekki við hann.“ Búi mælti: „Þú munt vilja ráða þessu.“ Eftir það gekk Búi fram á völlinn og er fólkið sá hann þá sögðu margir að það væri illt að etja trölli á svo drengilegan mann. Þeir létu þá lausan blámanninn. Hljóp hann þá grenjandi að Búa og er þeir mættust tókust þeir á afar fast og sviptust til. Skildi Búi fljótt að hann hafði ekki afl á við þetta kvikindi. Hann forðaðist þá að falla en stóð þétt í fæturna og fór um víðan völlinn. Búi fann að blámaðurinn tók svo fast á að bein hans hefðu brotnað ef klæðin hefðu ekki hlíft honum. Búi fann líka að blámaðurinn vildi færa hann að hellunni. En er þeir höfðu tekist á um stund þá mæddist blámaðurinn ákaflega og þá fór að heyrast í honum eins og í svínum þegar þau berjast og hann froðufelldi. Og er Búi fann það þá hörfaði hann undan að hellunni. Blámaðurinn herti þá sóknina að nýju og voru ógurleg hans læti að heyra því að hann var við að springa af mæði. En þegar Búi var kominn svo nærri hellunni að hann fann fyrir henni með hælunum þá herti blámaðurinn sig eins og hann gat. Búi brá þá við er síst var von á og stökk aftur á bak yfir helluna. Blámaðurinn missti takið á Búa og hendurnar skruppu af glímustakknum. Búi kippti þá blámanninum að sér eins snöggt og hann gat. Hrataði hann þá á helluna svo að bringa hans lenti þar sem hellan var hvössust. Búi stökk þá ofan á hann grenja merkir hér að öskra mæddist merkir að hann varð móður
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=