Kjalnesinga Saga
59 uppþunn þýðir að hún hefur verið þynnri að ofan, hvöss eins og hnífur efst hann: „Þú ert mikill maður fyrir þér, Búi,“ sagði konungur; „hefur þú sannað það með þessu að þú hefur fundið Dofra. Þetta tafl hefur hann aldrei viljað láta mig hafa. En þar sem þú ert svo mikill maður þá verðum við að sjá nokkuð af afli þínu og skaltu fást við blámann minn.“ Búi segir: „Ég hélt að ef ég fengi taflið þá mundir þú láta mig fara í friði.“ Konungur mælti: „Það er ekki mikið að taka eina glímu.“ Búi segir: „Dýrt er drottins orð. Vil ég setja það skilyrði við þig, herra, ef svo ólíklega vill til að ég sigri hann, að ég sé laus undan reiði þinni og ég fái að fara til Íslands.“ Konungur játti því. Eftir það ákvað konungur að glíman yrði þreytt eftir hálfan mánuð því að hann vildi að sem flestir gætu fylgst með bardaganum. En er sá tími var liðinn lét konungur blása til skemmtunar og safnaðist fólk út á völlinn. Þegar konungur var þangað kominn, ásamt fjölda fólks, þá bjó Búi sig undir glímuna. Hann fór í skyrtu þá er Esja hafði gefið honum og fyrr var sagt frá og síðan steypti hann yfir sig glímu- stakknum þeim sem Rauður gaf honum. Eftir það fór hann til leikmótsins. Konungur lét þá leiða fram blámanninn og héldu honum fjórir menn. Hann öskraði hátt og lét tröllslega. Svo háttaði til að þar var sléttur völlur en þar umhverfis voru hæðir miklar og þar sat fólkið. Á vellinum stóð hella ein mikil og uppþunn , hún var föst niður í völlinn. Það kölluðu þeir glímuhellu. Búi gekk þá fyrir konung og mælti: „Hvar er sá maður, herra, er þú ætlar að láta mig glíma við?“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=