Kjalnesinga Saga

58 létti ekki merkir hægði ekki á sér, hvíldi sig ekki blámaður – hann hefur verið dökkur á hörund (bláleitur) velgerningur merkir hjálp eða fyrirgreiðsla 15. Búi afhendir taflið G ekk Búi leið sína og létti ekk i fyrr en hann kom til Rauðs. Tók hann vel á móti honum og spurði um ferðir hans en Búi sagði hið sanna. Rauður mælti: „Mikil gæfa hefur fylgt þér í ferð þinni. En svo getur þú búist við því að Haraldur konungur láti ekki við þetta sitja því að nú mun hann láta þig berjast við tröll það er hættulegast er í Noregi. Það er blámaður sem hefur orðið mörgum manni að bana. Nú vil ég gefa þér glímustakk þann er þú skalt hafa með þér. Á ég þá von á því að þú finnir ekki mikið fyrir því hvar hann setur á þig krumlur sínar. Hann brýtur bein í flestum ef hann drepur þá ekki. Búi þakkaði Rauð sinn velgerning . Dvaldist hann þar nokkrar nætur og fór síðan ofan til Þrándheims. Frétti hann þá að konungur var að Steinkerum. Þegar Búi kom þangað gekk hann á fund konungs og heilsaði honum. Konungur leit við honum og mælti: „Ertu þar, Búi? Hvernig tók Dofri á móti þér?“ „Já, herra,“ sagði Búi. „Þar naut ég þín því að Dofri tók vel á móti mér.“ Konungur mælti: „Varstu með Dofra í vetur eða fékkstu taflið?“ „Já, herra,“ sagði Búi, „ég fékk tafl.“ Konungur mælti: „Komdu til mín á morgun með það.“ Búi sagðist mundu gera það. Daginn eftir kom Búi fyrir konung er hann sat yfir drykkju- borðum og færði honum taflið og er konungur sá það mælti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=