Kjalnesinga Saga
4 sjá inni í firðinum þrjú há fjöll og dali í þeim öllum; þú skalt stefna inn með syðsta fjallinu; þar muntu fá góða höfn og þar ræður ríkjum vitur maður er heitir Helgi bjóla. Hann mun taka við þér því að hann er lítill blótmaður og hann mun fá þér bústað sunnan undir því fjalli er ég áður sagði þér frá. Þar skaltu láta gera kirkju og gefa hinum heilaga Kolumba . Far þú nú vel,“ sagði biskup, „og varðveittu trú þína sem best þó að þú verðir með heiðnum mönnum.“ Eftir þetta býr Örlygur ferð sína og gekk allt eftir er biskup hafði sagt. Hann kom að landi í Þerneyjarhöfn og fór síðan að finna Helga bjólu sem tók vel á móti honum. Reisti Örlygur þar bú og kirkju og bjó þar síðan til elli. rifjið upp: 1. Hvar bjó Helgi bjóla? 2. Hvað hét kona hans og hverra manna var hún? 3. Hverjir voru synir þeirra? 4. Hvers vegna flutti Örlygur til Íslands? 5. Hver vísaði honum leiðina? 6. Hvað tók Örlygur með sér til Íslands? Til umræðu: • Skoðið lýsinguna á Helga bjólu. Hann er frið- samur maður og vitur en lítill blótmaður. Getum við ef til vill lesið út úr þessum orðum afstöðu söguritarans til trúarbragðanna? Kolumbi var írskur dýrlingur, dáinn árið 597
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=