Kjalnesinga Saga

57 rifjið upp: 1. Hvernig tók Dofri konungur á móti Búa? 2. Fríður Dofradóttir ræddi við föður sinn. Hvað lagði hún til að hann gerði fyrir Búa? 3. Búi kvaddi Fríði Dofradóttur og hélt áleiðis til byggða. Hvað sagði hún við hann áður en þau skyldu? Til umræðu: • Fríður segir við Búa: „Illt mun mér nú þykja að þú sért drepinn þó að þú ættir það skilið.“ Hvað á hún við? Ýmislegt bendir til þess að þeim hafi ekki komið illa saman í hellinum um veturinn. • Skoðið vel ummæli Fríðar er hún kveður Búa. Hvers óskar hún frá honum? Hvaða tilfinningar kynnu að vera þar að baki? Eftir það kvöddu þau konung og héldu á brott. Þegar þau komu til hellisdyranna opnaðist hellirinn. Gekk Fríður þá út og mælti til Búa: „Nú er svo komið, Búi, eins og ég sagði þér, að ég geng með barni þínu. Skal ég nú segja þér hver skipan verður á því. Ef það er stúlka þá skal hún vera með mér en ef það er drengur þá mun ég senda þér hann þegar hann er tólf vetra gamall. Skaltu þá taka honum vel. En ef þú gerir það ekki muntu verða að gjalda þess. Ég fylgi þér ekki áleiðis og farðu nú vel,“ segir Fríður. Eftir það skilja þau.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=