Kjalnesinga Saga
56 Liðu þessir dagar til sumars, og sumardag hinn fyrsta mælti Fríður til Búa: „Nú skulum við snæða hér í stofu minni. Taktu síðan klæði þín og vopn og hafðu til reiðu. Þú skalt ekki dvelja hér lengi eftir að þið faðir minn skiljið.“ Eftir það gengu þau á fund Dofra. Var hann þá sestur við borð. Dofri heilsaði þeim og bað þau að sitja og drekka. Þau gerðu svo. Þá mælti Dofri: „Þú, Búi, hefur verið okkur til ánægju hér í vetur og vil ég að það sjáist þannig að ekki verði um villst að þú hefur heimsótt mig. Tafl er hér er ég vil gefa þér. Ég veit að Haraldi konungi, fóstra mínum, leikur mestur hugur á þessum grip. Gullhring þennan skaltu þiggja af mér.“ Búi þakkar honum með mörgum fögrum orðum fyrir allan þennan velgjörning og þá miklu sæmd er hann sýndi honum og bað hann að sitja allra konunga heilastan. leikur hugur á merkir hefur áhuga á, langar í
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=