Kjalnesinga Saga

54 Búi mælti: „Ég er hingað kominn til að biðja þig jólavistar. Ég er útlenskur maður en hef heyrt margt sagt frá frægð þinni. Mér þótti ég vera ófróður að hafa ekki séð svo tígulegan höfðingja.“ Dofri segir: „Vel mælist þér. Vil ég að þú sért hér með mér, skaltu drekka með mér um daga. Ég vil eiga tal við þig og þú skalt sitja í óæðra öndvegi . En á kvöldin skuluð þið Fríður, dóttir mín, skemmta ykkur í stofu hennar því að þér munu þykja húskarlar mínir heldur tilþrifamiklir í leiknum.“ Búi þakkaði með mörgum fögrum orðum höfðinglegt boð og þetta góða skipulag. Gekk hann þá um þvert gólf og Fríður með honum. Hún bað þá þrjá menn er þar sátu að standa upp og gerðu þeir svo. Síðan lét hún setja undir þau mjúkar sessur og settust þau þar á; sátu þar um daginn. Dofri spurði Búa margra hluta en Búi leysti vel úr öllu. En þegar kvöldaði gengu þau fyrir Dofra og kvöddu hann en hann bað þau vel fara. Gengu þau þá til herbergis hennar og voru þar um nóttina. Með þeim hætti liðu jólin. Þegar jólum lauk gekk Búi fyrir Dofra og mælti: „Þú hefur veitt mér höfðinglega eins og von var til. En þó að mér þyki gott að vera hér þá vil ég ekki ofbjóða gestrisni þinni.“ Dofri mælti: „Þú, Búi, skalt vera hér velkominn í allan vetur ef þér þykir það betra.“ Búi þakkar honum aftur fyrir vináttu hans. Héldu þau Fríður nú venjum sínum sem áður var frá sagt. Leið nú á veturinn og er fáar nætur voru til sumars þá mælti Búi til Fríðar: „Hvað ætlar þú að gera varðandi mitt erindi? tígulegur merkir glæsilegur óæðra öndvegi – öndvegi var hásæti höfðingjans/konungsins og þar á móti var óæðra öndvegi – þar sat sá sem gekk næst höfðingjanum að tign sessur eru púðar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=