Kjalnesinga Saga

53 14. Í híbýlum Dofra B úi vaknaði um morguninn og var þá orðið ljóst af degi. Fríður spurði hvernig hann hefði sofið og lét hann vel af því. Hún færði honum þá ágæt klæði og mælti: „Nú skalt þú vera upplitsdjarfur þegar þú gengur fyrir föður minn og djarflegur þegar þú biður hann jólavistar.“ Gengu þau þá fram í hellinn. Síðan gekk hún á undan þar til urðu fyrir þeim hurðir og því næst komu þau inn í mikinn sal. Þar var allt altjaldað og hálmur á gólfi. Maður sat í öndvegi á hinum æðri bekk, stór og fríður. Hann hafði skegg mikið og hvítt. Þessi maður var vel búinn og hinn höfðinglegasti á að sjá. Báðir bekkirnir voru skipaðir af fólki og voru margir heldur stórleitir. Konur sátu um þvert herbergið og var sú best klædd er sat í miðjunni. Borð stóðu um allt herbergið og var á matur sem sæmdi þessari virðulegu veislu. Þar gengu ungir menn og helltu í glös. Fríður gekk fram fyrir hásætismanninn og heilsaði föður sínum. Þessi skeggjaði maður svaraði vel dóttur sinni. Þóttist Búi nú vita að það mundi vera Dofri, gekk þá fyrir hann og mælti svo: „Sit heill, Dofri konungur, með hirð glaða!“ Dofri tók vel orðum hans og mælti til dóttur sinnar: „Er þetta það skeggbarn er þú sagðir mér frá í gær?“ „Svo er, faðir,“ sagði Fríður. Dofri mælti: „Fáir koma slíkir úr Mannheimum nema Haraldur konungur, fóstri minn. Hann er öllum öðrum meiri. Eða hvert er erindi þitt til mín?“ djarflegur merkir óhræddur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=