Kjalnesinga Saga

51 rifjið upp: 1. Búi dvaldi um tíma hjá bónda sem aðstoðaði hann við að leysa verkefnið. Hvað hét hann? 2. Búi barði að dyrum hjá Dofra kóngi. Hver kom til dyra og hvernig viðtökur fékk Búi? Til umræðu: • Hvers vegna fer Búi í þessa ferð? Nú gæti hann væntanlega stungið af úr landi og forðað sér frá Haraldi hárfagra, en hann kýs að ljúka erindinu. Hvað rekur hann áfram? • Hver skyldi vera ástæðan fyrir því að Fríður býður Búa inn? Hún þarf þess ekki. • Hvað á Fríður við þegar hún talar um skeggbarn?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=