Kjalnesinga Saga

50 dýran dúk. Því næst bað hún hann að sitja og snæða . Bar hún fram góðan mat og ágætan drykk. Allur borðbúnaður var úr silfri og skreyttur gulli, diskar, skálar og skeiðar. Fríður settist þá niður hjá Búa og snæddu þau og drukku bæði saman. Hún bað hann þá að segja sér allt um ferðir sínar. Búi gerði það, sagði henni allt um það hvers vegna hann var þar kominn. „Nú hefur þú vel gert,“ sagði hún, „að þú hefur ekki leynt mig hinu sanna. Má vera að það verði þér ekki til meins – en ég vissi þetta áður. En marga menn hefur Haraldur konungur sent eftir tafli þessu og hefur faðir minn tortímt þeim öllum. En nú mun ég fara og segja honum hvernig komið er.“ Fríður gekk þá á braut og var í burtu um stund. Búi fagnaði henni vel er hún kom aftur og spurði hvað þau faðir hennar hefðu talast við. Hún kveðst hafa sagt honum að skeggbarn eitt lítið væri komið. Hann bað um að fá að sjá það. „Ég sagði að það yrði að hvílast í nótt. Skaltu nú hér sofa í nótt í mínu herbergi.“ Hann lét sér það vel líka. Skemmtu þau sér þar um kvöldið. að snæða merkir að borða tortíma merkir að eyða, útrýma

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=