Kjalnesinga Saga

49 slegið há r merkir að hárið er laust mundlaug merkir þvottaskál En er Búi hafði mælt þetta þrisvar sinnum þá heyrðist í hamrinum hljóð líkt því þegar þruma verður og komu í ljós dyr og því næst kom kona út í dyrnar. Hún var stórvaxin öll, fögur á að sjá og vel klædd, í rauðum kyrtli skreyttum með ísaumuðum borðum og mikið silfurbelti um sig. Hún hafði slegið hár eins og meyja er siður. Það var mikið og fagurt. Hún hafði fagra hönd og bar marga hringa og sterklegan handlegg og var öll hin glæsilegasta. Hún heilsaði hinum komna, hann tók því vel. Hún spurði hann að nafni og hann sagði henni, – „en hvert er nafn þitt og hver ertu?“ Hún segir: „Ég heiti Fríður, dóttir Dofra konungs, eða hvers vegna berð þú á dyr hjá okkur?“ „Ég vil hitta föður þinn og fá að vera hjá honum um jólin. Hann er frægastur konunga.“ Fríður mælti: „Mér líst ekki sem verst á þig og ég held að það sé ráð að þú gangir inn með mér.“ Búi gerði svo. Fríður bað þá um að dyrnar lokuðust og það varð. Þau gengu þá nokkurn spöl og lýsti af eldi. Hún sneri þá út að bjarginu á einum stað og var þar fyrir hurð og svo önnur. Þar komu þau inn í lítið herbergi sem var allt tjaldað og mjög vel um búið. Fríður mælti: „Hér skaltu, Búi, setjast niður og hvíla þig og leggja af þér vopn þín og vosklæði.“ Hann gerði svo. Síðan setti hún fyrir þau fallegt borð og lagði á það, bar honum síðan mundlaug gerða úr silfri og

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=