Kjalnesinga Saga
3 1. Helgi bjóla nemur land H elgi bjóla , sonur Ketils flatnefs, nam land á Kjalarnesi milli Leiruvogs og Botnsár og bjó að Hofi á Kjalar- nesi. Hann var ágætur maður, blótmaður lítill, vitur maður og friðsamur í samskiptum við aðra. Kona hans var Þórný, dóttir Ingólfs í Vík, er fyrstur settist að á Íslandi. Þeirra synir voru Þorgrímur og Arngrímur. Þeir voru báðir stórir og sterkir og hinir vasklegustu menn. Helgi útdeildi til skipverja sinna löndum á svæði því sem hann hafði numið. Þrándur fékk Þrándarstaði, Eilífur fékk Eilífsdal, Hækingur fékk Hækingsdal, Tindur fékk Tinds- staði og svo hver þar sem honum þótti henta. Maður hét Örlygur. Hann var írskur að ætt og uppruna. Á þessum tíma var Írland orðið kristið. Þar réði ríkjum Konofogor Írakonungur. Örlygur varð fyrir reiði konungs. Hann fór að finna Patrek biskup, frænda sinn, sem sagði honum að sigla til Íslands, – „því að þangað sigla nú,“ sagði hann, „margir voldugir menn. En ég vil leggja til að þú hafir með þér þrjá hluti; það eru vígð mold sem þú lætur undir hornstafi kirkjunnar, biblíuhandrit og járnklukka vígð. Þú munt koma sunnan að Íslandi, þá skaltu sigla vestur fyrir þar sem fjörður mikill gengur að vestan inn í landið; þú munt bjóla er viðurnefni en ekki er vitað með vissu hvað það merkir; hugsanlega er þetta írskt mannsnafn, Beollán nam land merkir að hann helgaði sér landið; það var óbyggt og enginn átti það, sbr. orðið landnám blótmaður er sá sem blótar goðin; blót voru (og eru enn) trúarathafnir heiðinna manna Konofogor er írska, Conchobor, algengt ættarnafn þar, sbr. enska heitið Connor vígð mold er mold sem hefur verið blessuð af presti eða öðrum trúarleiðtoga
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=