Kjalnesinga Saga
47 13. Búi heldur til Dofrafjalls S nemma vetrar, þegar snjó lagði á fjöll, sneri Búi ferð sinni upp í byggðina. Dvaldist hann þá um tíma í ofanverðri byggðinni með bónda þeim er Rauður hét. Búi spurði Rauð hvort hann sæi einhvern möguleika á því að hann gæti leyst verkefnið. Rauður mælti: „Marga menn hefur konungur sent til að reka þetta erindi og hefur enginn komið aftur. Augljóst er að konungur vill þig feigan . En ég veit ekki um neinn sem veit hvar Dofri ræður ríkjum nema Haraldur konungur. En þar sem þú ert kominn til mín þá skal ég veita þér nokkra aðstoð. Ég mun vísa þér leið til Dofrafjalls og svo til gnípu þeirrar þar sem flestir telja að hellir Dofra muni vera. Þú skalt haga því svo til að þú komir þar á jólakvöldi en að öðru leyti verður þú að bjarga þér sjálfur. Ég get ekki liðsinnt þér meira.“ Búi þakkaði honum vel fyrir og gaf Rauð fingurgull , gott og mikið. Rauður þakkaði honum gjöfina, – „og komdu hér, Búi,“ sagði hann, „ef svo ólíklega vill til að þú komir aftur.“ Búi kvaðst mundu gera það. Hann fer nú að öllu eins og Rauður hafði mælt fyrir um, kom á jólakvöldi undir þessa gnípu og dvaldist þar um stund og sá ekkert sem líktist dyrum. Búi sló þá hjöltum sínum á hamarinn og mælti: „Þú, Dofri,“ sagði hann, „opna þú höll þína og hleyptu inn manni sem er langt að kominn og göngumóður . Það sæmir tign þinni.“ vill þig feigan merkir vill að þú deyir fingurgull er gullhringur hjölt eru handhlífar á sverði göngumóður merkir móður eftir ferðalagið, þreyttur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=