Kjalnesinga Saga

45 Konungur mælti: „Heldur þú að þú sért velkominn hér?“ Búi sagðist ekki vita það. Konungur lét þá kalla til sín Helga og Vakur og er þeir komu fyrir konung mælti hann: „Þekkið þið þennan stóra mann?“ „Já,“ sögðu þeir. „Hann mundi finna fyrir því ef þú værir ekki hér svo nærri og nú biðjum við þig að leyfa okkur að hefna harma okkar á honum.“ Konungur mælti: „Ég níðist ekki á neinum manni sem gengur á vald mitt. Ég sé ekki að þið hafið neinn ágóða í að reyna ykkur við hann. En af því, Búi, að þú vannst það níðingsverk að þú brenndir inni goð okkar sem allir menn eiga að tigna, þá hefði ég látið drepa þig ef þú hefðir ekki gengið á vald mitt. En nú skaltu vinna það þér til lífs að fara í sendiferð. Þú skalt sækja tafl til Dofra, fóstra míns, og færa mér.“ Búi mælti: „Hvert á ég þá að fara?“ Konungur mælti: „Það skalt þú leysa sjálfur.“ Búi mælti: „Það munu margir segja, herra, að þetta sé lífshættuleg ferð en þó ætla ég að taka þetta að mér. Ég vil að þú heitir mér griðum þangað til ég kem aftur.“ Konungur sagði að svo skyldi vera. Búi fór þá burt úr bænum og var um sumarið í Þrándheimi. Hann spurðist fyrir um örnefni og var honum sagt hvar Dofrafjall var. grið merkir miskunn eða hlífð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=