Kjalnesinga Saga

44 12. Til Orkneyja og Noregs N ú er að segja frá Búa. Þeim gekk seint siglingin og tóku land í Orkneyjum seint um haustið. Þá réði eyjunum Einar jarl Rögnvaldsson. Búi fór til hirðar jarls og gekk fyrir hann og heilsaði honum. Jarl spurði hver hann væri. Búi sagði allt það helsta af sér, – „og vildi ég þiggja veturvist með þér, herra.“ Jarl segir: „Góð fylgd mun vera í þér og skaltu víst vera hér í vetur ef þú vilt.“ Búi var með hirð jarlsins um veturinn. Einar jarl stóð mjög í ströngu þann vetur. Var Búi hinn öruggasti í öllum mannraun- um. En um vorið, þegar skipið sem hann hafði komið á þangað hélt til Noregs, gekk Búi fyrir jarl og bað um leyfi til að fara. Jarl segir: „Hitt þykir mér ráðlegra, Búi, að þú dveljist með mér. Þú hefur reynst röskur. Vér munum gera þig að hirðmanni og meta þig mikils ef þú vilt vera hér.“ Búi þakkaði jarli með fögrum orðum en sagði að hann vildi fara til Noregs. Jarl sagði að hann skyldi þá fara. Eftir það sigldu þeir til Noregs og komu að landi norðarlega. Fréttu þeir að Haraldur konungur væri staddur í Þrándheimi. Fór Búi til Þrándheims á flutningaskipi og er hann kom til Steinkera þá gekk hann fyrir konung og heilsaði honum virðulega. Konungur spurði hver þessi stóri maður væri. Búi sagði allt hið sanna. Konungur spurði hvar hann hefði verið um veturinn. Búi sagði honum það, – „og er ég hingað kominn, herra,“ sagði hann, „að ég vil bjóða þér þjónustu mína.“ fylgd merkir hér liðsinni, liðveisla, hjálp

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=