Kjalnesinga Saga

43 Haralds konungs hins hárfagra. Voru þeir um veturinn með konungi og voru vel þokkaðir af öllum . Þeir sögðu konungi frá samskiptum þeirra við Búa. Var konungur mjög ósáttur yfir því að Búi hafði brennt hofið og kallaði það níðingsverk. rifjið upp: 1. Búi ákvað að fara úr landi. Hvar var Ólöf hin væna á meðan og hvað samdist með henni og Búa áður en þau skildu? 2. Ráðist var á Búa þegar hann var á leið norður í land. Hverjir voru þar að verki og hvernig lauk bardaganum? 3. Helgi og Vakur hittu Harald konung hinn hárfagra. Hvað sögðu þeir honum um Búa og hvernig tók Haraldur því? Til umræðu: • Búi siglir til útlanda. Hvað þýddi það fyrir ungan mann að fara til annarra landa? Hvers gat hann vænst í slíkri för? • Hvers vegna fer Búi norður í Hrútafjörð til að fá far til útlanda? Ein helsta höfn landsins er á heimaslóðum hans. • Hvaða mistök urðu Búa á þegar hann var á leiðinni norður í Hrútafjörð? • Konungur var „mjög ósáttur yfir því að Búi hafði brennt hofið og kallaði það níðingsverk.“ Hann minnist ekki á Þorstein. Finnst ykkur það eðlilegt? Skoðið aftur 5. kafla. Þar kemur fram svipuð afstaða. • Mörg dæmi eru um að kona hafi beðið/átt að bíða þrjú ár í festum, t.d. Guðrún Ósvífursdóttir, ein aðalpersóna Laxdælu. Hvað finnst ykkur um þetta? Væru ungar stúlkur sáttar við þetta hlutskipti í dag? vel þokkaðir af öllum merkir að öllum hafi líkað vel við þá

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=