Kjalnesinga Saga

41 11. Barist við Orrustuhól Þ egar leið á sumarið ræddust þau við, Búi og Esja. „Vil ég nú,“ sagði hún, „að þú liggir ekki hér lengur heldur skaltu fara norður til Hrútafjarðar. Þar hefur skip staðið uppi í vetur á Borðeyri. Þú skalt fara utan og freista þess hvað liggi fyrir þér. Ég gerist nú gömul og mun ég eiga fáa vetur eftir.“ Þessu næst bjó hún ferð hans og fékk honum mann til fylgdar og þrjá hesta. Ólöf skyldi fara heim í Kollafjörð og bíða hans í þrjá vetur. Búi fór, þegar hann var ferðbúinn, norður með fjallinu sem leið liggur. Esja, fóstra hans, fylgdi honum á leið og þótti mikið fyrir að skiljast við hann. Síðan reið Búi leið sína og er hann kom inn fyrir Blikdalsá fann hann smalamann úr Saurbæ. Sá spurði hverjir þeir væru. Búi sagði honum allt hið sanna. Og þegar þeir voru skildir og utan merkir til útlanda

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=