Kjalnesinga Saga

40 rifjið upp: 1. Kolfinnur ætlaði að ráðast á Búa en það var erfiðara en hann hafði haldið. Hvernig stóð á því? 2. Búi ætlaði að ráðast á Kolfinn en varð að hætta við. Hvers vegna? Til umræðu: • Líklega finnst ykkur ekki trúleg sagan af því þegar Búi fékk augnverkinn en hvað finnst ykkur um að segja söguna svona? Skemmir það söguna ef eitthvað í henni er mjög ótrúlegt? Eða er kannski eftir allt saman hugsanlegt að sagan sé sönn? • Búi vildi ólmur fara út og berjast við þessa fimmtán menn. Hvað segir þetta um hann? Er afstaða hans skynsamleg? • Orðin afbrýði, áhrifaleysi, hlýðni, hvatvísi og yfirráð lýsa athæfi Búa, Esju, Kolfinns, Korpúlfs og Ólafar í þessum kafla. Hvaða orð hæfir hverri persónu? • Hvað er hægt að álykta út frá þessum kafla um skoðun Ólafar á því að vera í hellinum hjá Búa? Hvernig er samband hennar við Búa?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=