Kjalnesinga Saga

38 rifjið upp: 1. Í kaflanum segir frá einvígi. Hver skoraði á hvern og hvernig lauk bardaganum? 2. Eftir einvígið skipti Ólöf hin væna um bústað. Hvert fór hún og hvers vegna? Til umræðu: • Korpúlfur segir við Kolfinn: „Nú horfir óvænt fyrir þér, frændi. Menn sem voru í sterkari stöðu en þú hafa farið illa út úr samskiptum við Esju.“ Um hvern eða hverja skyldi hann vera að tala? Af hverju segir hann „voru“ en ekki „eru“? • Búi fer til Ólafar og tekur hana með sér í hellinn. Það sem hún segir er: „Það mun föður mínum ekki líka vel.“ Ekki kemur fram eitt orð um það hvernig henni sjálfri líkar þetta. Ræðið málið. • „En það mun nú koma fram sem ætlað er“, segir Korpúlfur. Hér kemur enn og aftur fram forlagatrú þessa tíma. Og í lok kaflans dregur Korpúlfur verulega úr því að Kolfinnur fari aftur á móti Búa. Hvers vegna? Ritun: Ólöf hin væna heyrir þegar Kolfinnur skorar Búa á hólm. Hvað finnst henni? Skrifið stutta ritgerð um hugsanir hennar þegar hún er komin heim og veltir málinu fyrir sér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=