Kjalnesinga Saga

37 Ólöf sagði að Búi mundi nú ráða hvar hún gisti. Kolfinnur frétti að Búi hefði numið Ólöfu á brott. Hann mælti þá við Korpúlf, frænda sinn: „Nú var illt að ég var ekki við staddur,“ sagði hann. „Ekki hefði Ólöf þá farið svo, enda skal ég strax leita á fund Búa þegar sár mitt er gróið.“ Korpúlfur segir: „Það er óskynsamlegt af þér,“ sagði hann, „að leita eftir ástum Ólafar. Það verður ekki með mínu sam- þykki sem þú leitar á fund Búa nema þá með marga menn.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=