Kjalnesinga Saga
35 kraftmikill. En hér verð ég nú að sofa hjá þér í nótt.“ Hún gerði honum þá laug og strauk hvert bein í honum. Síðan klæddi hún hann um morguninn eins og hún vildi og óskaði honum góðrar ferðar. Búi fór nú þar til er hann kom á hólminn. Var þar Kolfinnur fyrir og fjöldi manna því að mörgum lék forvitni á að sjá at- gang þessara ungu manna. Báðir voru þeir sterklegir. Þá var sá siður að kasta feldi undir fætur sér. Það voru lög þeirra að sá er hopaði af feldi hefði tapað og skyldi greiða þrjár merkur silfurs. Sá þeirra var óvígur er fyrr lét blóð sitt á jörð. Eftir það voru sögð upp hólmgöngulög milli þeirra. Búi átti að höggva fyrr því að á hann var skorað. Báðir höfðu góðan skjöld og öll önnur vopn. Búi hjó þá til Kolfinns. Kolfinnur brá skildinum og gekk hann í sundur við mundriða . Eftir það hjó Kolfinnur svipað högg til Búa. Búi hjó þá til Kolfinns og gerði ónýtan fyrir honum skjöldinn og særði hann miklu sári á hendinni. Var Kolfinnur þegar óvígur. Menn hlupu þá á milli þeirra og voru þeir skildir. Eftir það fór hvor sína leið. Fór Kolfinnur á Korpúlfsstaði og batt Korpúlfur sár hans og sagði að bardagi þeirra Búa hefði farið eins og von var á. Búi sneri frá hólmstefnunni heim til Kollafjarðar og var Ólöf við laug og heilsaði Búa. Hann tók kveðju hennar og mælti: „Nú hafa mál þróast á þann veg, Ólöf, að ég mun ekki fara einn til hellis míns. Þykir mér leiðinlegt að ganga hingað hvern dag til að hitta þig. Nú munt þú koma með mér.“ laug merkir hér bað óvígur merkir ófær um að berjast mundriði er handfangið á skildinum
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=