Kjalnesinga Saga
34 9. Einvígi milli Kolfinns og Búa U m morguninn fóru þeir frændur snemma og komu í Kolla- fjörð. Þá bjuggust menn til leiks. Búi sat á palli hjá Ólöfu. Kolfinnur gekk þá til stofu og að pallinum þar sem Búi sat og mælti: „Þú hefur um tvo kosti að velja,“ sagði hann. „Annar er sá að þú hættir með öllu að koma hingað, hinn að þú gangir á hólm við mig á morgun í hólmi þeim er liggur suður í Leirvogsá.“ Búi mælti: „Það er þeim mun auðveldara að kjósa sem kost- irnir eru ójafnari. Ég hef verið sjálfráður ferða minna hingað til og svo mun verða áfram. En hólmgöngu skal veita þér þegar þú vilt.“ Eftir það tókust þeir í hendur og staðfestu þannig hólmgöng- una. Þeir Kolfinnur og Grímur höfðu sig þegar á braut. Fóru þeir um kvöldið í Korpúlfsstaði og sögðu Korpúlfi hvernig komið var. Hann segir: „Nú horfir óvænt fyrir þér, frændi. Menn sem voru í sterkari stöðu en þú hafa farið illa út úr samskiptum við Esju. En það mun nú koma fram sem ætlað er.“ Þar voru þeir um nóttina. En er þeir bjuggust til ferðar mælti Korpúlfur: „Lítið lið get ég veitt þér, Kolfinnur,“ sagði hann, „en sverð er hér er ég vil gefa þér. Þetta bar ég forðum en ekki mun það hjálpa þér mikið í þetta sinn.“ Eftir það fóru þeir frændur leið sína. Búi var eftir við leikinn og fór heim á sama tíma og hann var vanur. Var Esja þar fyrir og heilsaði fóstra sínum og spurði hvort hann hefði verið skoraður á hólm. Hann kvað svo vera. Esja mælti: „Þar er harðfengur maður sem Kolfinnur er og
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=