Kjalnesinga Saga

33 rifjið upp: 1. Örn Austmaður réðist á Kolfinn ásamt öðrum manni. Hver var ástæðan? 2. Hvernig lauk bardaganum? 3. Hvert fór Kolfinnur eftir bardagann? Hvers vegna fór hann ekki heim? Til umræðu: • Hvers konar gripur er skyrtan sem Esja gefur Búa? Hvernig kynni hún að hafa orðið til? • Ræðið nú um Búa og stöðu hans. Þorgerður á Vatni ræður syni sínum frá því að berjast við hann og bendir á tvennt sem gerir hann hættulegri en aðra menn. Hvað segir þetta um afstöðu söguhöfundar og trú fólks á tímum landnámsmanna? Verkefni: Hvaða staðarnöfn í kringum Kjalarnes hafa nú verið nefnd? Takið saman hjá ykkur þau helstu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=